Loading

KJÚKLINGASÚPA Í KVÖLDMAT

Þar sem ég á í mestu vandræðum með að matreiða eitthvað frambærilegt elska ég þegar ég finn uppskriftir sem að ég held að séu góðar… Þetta hljómaði kannski ekki nógu vel en snillingurinn hún Gwyneth Palthrow heldur úti Goop fréttabréfinu sniðuga þar sem hún deilir öllu milli himins og jarðar – þar á meðal þessari skotheldu (og aulavænu) kjúklingasúpu.

Þetta er frekar beisik. Skera niður grænmeti, steikja í stórum potti, bæta kjúkling við, svo vatni, svo krafti og hrísgrjónum og 45 mínútum síðar er súpan tilbúin.

 • ½ kjúklingur skorinn í bita
 • 1 bolli brún hrísgrjón
 • 1 lítill laukur – saxaður
 • 1 gulrót – í sneiðum
 • 1 sellerístilkur – í sneiðum
 • 2 hvítlauksgeirar – saxaðir
 • 1 lárviðarlauf
 • 5 bollar af vatni
 • 2 kjúklingateningar (án msg)
 • sjávarsalt eftir smekk
 • nýmalaður svartur pipar
 • ólífuolía (til að steikja upp úr)

Við hvetjum ykkur til að kíkja á Goop – algjör snilld og það má nálgast HÉR.

X