Loading

KLÓSETTÞJÁLFUN NÆR NÝJUM HÆÐUM

Það verður eiginlega að viðurkennast að það er engin fyrirsögn sem getur fangað umfang þessarar fréttar… Pull-Ups bleyjuframleiðandinn er með eitt fyndnasta markaðsbragð allra tíma og blæs í þessu myndbandi til gríðarlegrar hátíðar í tilefni þess að drengur nokkur fer á klósettið í fyrsta skipti.

Væri heimurinn betri ef að allir fengu sömu fagnaðarlæti og Eli litli? Ætli hann hafi orðið spældur næst þegar hann kúkaði í klósettið og enginn fleygði yfir hann tíu þúsund útskornum pappírsklósettum?

Við hvetjum ykkur eindregið til að horfa á klósettið og deila hugsunum ykkar með lesendum…

X