Loading

KÓALA ÆVINTÝRI FYRIR BÖRNIN

Á HönnunarMars í Epal rákumst við á Margréti Ólafsdóttur sem er að eigin sögn lífsglaður og skemmtilegur innanhússarkítekt úr Hafnarfirði. Hún var að kynna KÓALA sem eru litlir púðar sem hægt er að púsla saman og skapa sinn eigin ævintýraheim úr.
Að sögn Margrétar kviknaði hugmyndin að KÓALA árið 2008 við þróun á fjölnota húsgagni en KÓALA á rætur sínar að rekja til barnæsku Margréta og þess ævintýraheims sem hún bjó sér til út teppum, púðum og því sem hendi var næst.

Púðana er hægt að festa saman á ýmsan hátt og engin takmörk eru fyrir því hvað hægt er að skapa úr þeim.
KÓALA er enn á þróunarstigi en Margrét segir að næsta skref sé að leita að framleiðanda. Hægt er að kynna sér KÓALA betur HÉR.

X