Loading

KOMIN Í ÚTILEGUGÍRINN…

Tja, nú er maður sko farinn að fylgjast með veðrinu því tjaldvagninn er tilbúinn á hlaðinu í fyrstu útilegu ársins. Oh, mig alveg klæjar í síðuna því mig langar svo mikið til að fara að hefja útilegur sumarsins með börnunum mínum. Þau hafa svo gaman af því að fara í sveitina, tjalda, grilla, leika, fíflast og eiga góðar stundir með okkur foreldrunum. Minningunum fjölgar sko ört með útilegunum. Endalaus gleði og svo fer veturinn í að glugga í sumarmyndirnar og rifja upp góðu og skemmtilegu minningarnar.

Að ákveða að leggja í hann með tjaldið í sveitina veldur svo miklum titringi á heimilinu, spennan fer uppúr öllu valdi og lætin verða svo mikil að það liggur við að rafmagnið fari af og þakið fari í loftið…. Já svo gaman er að ferðast, fjölskyldan saman. Ekkert facebook, engir tölvuleikir, ekkert skrepp, engin leiðindi, bara fjölskyldan límd saman í einni góðri ferð. Þetta skiptir svo miklu máli fyrir framtíð barnanna, að geta sagt frá.

Ég fór í útilegur með foreldrum mínum, var alltaf ein með þeim en þótti það sko ekki slæmt, fékk alla athyglina, lék við pabba, las með mömmu, spiluðum á kvöldin og höfðum það gott. Mér þykir gott að eiga þessar minningar, rifja upp með myndum, segja börnunum mínum frá og jafnvel líkja útilegunum okkar við mínar með mömmu og pabba. Faðir barnanna minna á öfga góðar minningar með sinni fjölskyldu og algjört yndi að hlusta á hann segja frá. Margir saman í þeim ferðum.. Vakið með vatnsfötu, skutlað í árnar, vatnsslagir, spilað, leikið, grillað og allur hópurinn hafði það svo gott og áttu svo góðar stundir saman. Yndislegar sögur þar á ferð sem við hjónin rifjum upp, gerum eins í okkar ferðum með okkar börnum og segjum sögurnar í leiðinni. Endalaust gaman og mikið svakalega er ég orðin spennt ! Eigið gott sumar og njótum þeirra tíma sem við fáum til að búa til góðar minningar með börnunum okkar.

Með bestu kveðju
Árný Rós

– –

Árný Rós Böðvarsdóttir er heimavinnandi húsmóðir, gift og með 3 börn. Hefur unnið á leikskólum og verið dagmóðir enda börn í uppáhaldi. Heilsan kallar á heimavinnu eins og er en stefnan er að ljúka stúdent og hárgreiðslunámi. ER opin, heiðarleg og jákvæð.
Árný á son sem er með tourette og adhd, kannast við einelti og erfiðleika, þunglyndi og mislyndi. Hægt er að hafa samband við Árnýju Rós í gegnum e-mail: arnyr82@gmail.com

X