Loading

KRAFTAVERKATVÍBURARNIR FJÓRUM ÁRUM SÍÐAR

Fyrir fjórum árum síðan stóð heimsbyggðin á öndinni þegar myndir birtust af eineggja tvíburadrengjum sem að lítil líkindi voru með sakir gríðarlegs stærðarmuns. Á meðgöngunni kom í ljós að blóðflæðið til annars tvíburans var hættulega lítið og var foreldrunum ráðlagt að eyða fóstrinu. Þau ákváðu hins vegar að gera það ekki og undir vökulu auga lækna hélt meðgangan áfram. Framkvæmd var aðgerð meðan á meðgöngunni stóð til að skilja í sundur æðar í þeim tilgangi að auka blóðflæðið til litla tvíburans sem var mjög veiklulegur.

Á 29 viku meðgöngunnar var svo komið að litla tvíburanum var ekki hugað líf og því þurftu foreldrarnir að ákveða hvort fæðing yrði framkölluð eða meðgangan kláruð en þá myndi litli tvíburinn deyja. Þau ákváðu að fæða en voru þó vöruð við því af læknunum að litlar líkur væru á að litli tvíburinn hefði það af.

Hann gerði það þó og var þrisvar sinnum minni en bróðir sinn. Foreldrar drengjanna segja hér söguna í þessu fréttabroti og við fáum að sjá hvernig þeir bræður hafa það í dag.

X