Loading

KRÍLIN OKKAR OG PÁSKARNIR!

Ég ákvað að búa til páskaegg handa yngri guttanum okkar.

Ég fór í Mega Store og keypti svona lítil plast egg sem ég get fyllt sjálf og sett inní þau það sem að honum finnst best, eins og t.d rúsínur, cheerios, hafrakodda, þurkaða ávexti og margt fleira.

Ég ákvað að kaupa minnstu eggin og setja í nokkur og þá getum við glatt hann nokkrum sinnum yfir páskana, hlakka svoooo til að sjá hvernig hann bregst við.

Ég er þessi týpíska mamma að vilja taka mynd af börnunum með páskaegg á páskunum og keypti því líka súkkulaði egg nr 2 en það fær eitthver annar að borða það að lokinni myndatöku, sem þeir eiga pott þétt ekki eftir að fíla…

Það er svooooooo gaman að búa til svona egg handa þeim og þetta er líka svo flott bara sem páskaskraut á borðinu inní eldhúsi, skenknum inní stofu eða hvar sem er.

Gleðilega páska & knús í kotið til ykkar !

X