Loading

Kvíðastillandi bók fyrir verðandi foreldra

Í dag, þriðjudaginn 24. apríl kemur út bókin Gleðilega Fæðingu eftir tvo af virtustu læknum Hildi Harðardóttur fæðingarlækni og Aðalbjörn Þorsteinsson gjörgæslu og svæfingarlækni. Tobba Marinósdóttir rithöfundur skrifar bókina með þeim sem er hugsuð sem uppflesttirit fyrir verðandi foreldra.

Að því tilefni útgáfunnar er blásið til útgáfuboðs í dag í bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39. Tobba er ansi lunkin í að halda partý og lofar snuðum, smjörkremi og sumaröl „Fyrstu 50 óléttu konurnar fá gjafapoka auð þess sem guðdómlegar bollakökur verða á staðnum enda hefur smjörkrem  linað þjáningar óléttra kvenna um árabil. Svo verður auðvitað lekkert léttvín og sumaröl fyrir þreytta feður og partýglaða gesti.“

„Þessi bók tók rúmlega þrjú ár í skrifum og er því ekkert annað en stórkostleg. Enda eru Hildur og Alli meðal fremstu lækna landsins og í raun ekkert sem þau geta ekki svarað um þessi mál. Svo eru líka skemmtilega teikningar og skýringarmyndir í bókinni í bland við reynslusögur. Þetta er í raun eina bókin sem segir frá því sem gerist á fæðingarstofunni, hvaða valkosti hefur hin verðandi móðir og hvað í fjandanum er töng, hvernig virkar ferildeyfing og hvernig lýtur sogklukka út? Ég sjálf hafði aldrei komið inn á fæðingarstofu þegar ég var ólétt og sá í raun fyrir mér skilrúm milli rúma eins og ég hafði séð í sjónvarpinu,“ segir Tobba sem eignaðist Regínu Birkis dóttur sína fyrir hartnær fjórum árum.

„Ég vissi ekkert og var ákaflega óörugg og hrædd þegar koma að sjálfri fæðingunni. Helvítis haföndunin og jógatónlistin gerðu ekkert fyrir mig og ég velti því í raun fyrir mér hvort nóg vatn væri í þessu blessaða baðkari til að hreinlega drekkja mér,“ segir Tobba sem er langt því frá búin að gleyma átökunum við að koma barni í heiminn. „Ég vissi í raun of lítið um þá valkosti sem stóðu mér til boða og fannst ég því missa stjórn á aðstæðum þrátt fyrir frábæra umönnun og fagmennsku starfsfólks.“

„Þessi bók er einstaklega kvíðastillandi fyrir verðandi foreldra enda fátt meira valdeflandi en vitneskja og undirbúningur.“