Loading

KVÍÐINN, BIÐIN OG HRYLLINGSSÖGURNAR!

Það spyrja mig næstum allir, vinir og ókunnugir, hvort mig kvíði fyrir fæðingunni, (skiljanlega, hef heyrt að þetta sé dáldið vont) og ég svara alltaf því sama: Hvernig getur mig kviðið fyrir einhverju sem ég get ekki komist hjá?

Já já, ég skil það að kvíða fyrir sársaukanum, en það sem ég hugsaði alveg frá því að ég vissi að ég væri ólétt, er að ég ætla ekki að vera að stressa mig yfir einhverju sem ég kæmist ekki hjá því að gera. Hvernig hjálpar það mér að vera stressuð og kvíðin fyrir því að þetta verði vont? Bíddu er ég ekki að fara að fá eitt stykki fallegasta barn sem ég hef séð í hendurnar eftir allan þennan „sársauka”? Ég held það nú og líkt og meðgangan þá finnst mér þetta bara allt þess virði, get ekki kvartað undan einu né neinu, veit ekki betur en að það sé fullt af konum sem fá aldrei að upplifa það að ganga með barn og eimitt þess vegna finnst mér þetta vera eitt af því mest spennandi sem ég mun ganga í gegnum í lífinu og er mjög þakklát fyrir að fá þessa gjöf. Veit að það eru margar konur sem myndu gera allt fyrir að fá að vera í minni stöðu. Ég mun örugglega væla eins og lítil stelpa þegar að fæðingunni kemur en þangað til ætla ég að afþakka horror sögur og þannig lagað.

Núna eru rúmlega þrjár vikur eftir og þetta gengur rosalega hægt, er svona eiginlega bara að bíða og bíða haha, ekki miskilja, er ekkert að reka á eftir kútnum, hann má vera þarna inni í 42 vikur ef hann vill, hef ekkert á móti því að hafa hann spriklandi þarna inni, sérstaklega þar sem því lengur því betra er það fyrir hann.
En rosalega er biðin löng svona undir lokin. Ein vinkona mín hefur alltaf sagt mér að þessir tveir dagar sem hún gekk framyfir með sinn prins voru eins og tveir mánuðir , og ég trúi því alveg, en þegar maður er búinn að vera að bíða í níu mánuði, hvað eru nokkrir auka dagar að fara að gera manni haha.
Sjáum til hvort ég verði jafn jákvæð þegar ég er komin 40v ?

Bumban mín er nú bara í góðri stærð, ekkert of stór né of lítil, og núna eru komið veðmál á stærðina á litla þegar hann kemur… tvær vinkonur mínar eru með veðmál á milli sín, hvort hann verði 15 eða 17 merkur ! og verðlaunin er sushi, þær litu á mig og sögðu “þú ert vitni og manst þetta?”, auðvitað svaraði ég “já stelpur þegar ég er búin að punga honum út, hringi ég STRAX í ykkur með stærðina!” haha
Sjálf var ég 19 merkur og auðvitað þurfti einhver að benda mér á það að „börn eru oftast í sömu stærð og mamman” sem ég auðvitað veit að er bara ein af óléttu-urban myths sem eru fáránlega margar btw…

Ef það eru ekki urban myths þá eru það góðu ráðin frá öllum, sem eru náttúrulega bara staðreyndir en ekki nein ráð haha… “trúðu mér þú munt vilja mænurótardeyfingu” og “ekki vera að kaupa minnstu bleyjurnar, hann verður pottþétt of stór fyrir þær”…

Þetta er náttúrulega bara gaman og alltaf fyndið að heyra fólk koma með sínar sögur.. verð pottþétt gellan sem segi öllum óléttum konum í framtíðinni mína “horror” sögu og frá því hvernig ég gekk 2 mánuði framyfir hahaha.. vona þeirra vegna að ég muni bara segja … „ekki hlusta á þessar sögur … hver meðganga,fæðing og hvert barn er einstakt… mundu það bara”

Þangað til næst … spark og kveðja úr Hafnarfirðinum … kv. Ásrún & litli prins
– – –
Ég heiti Ásrún, er 25 ára gömul og kem úr Hafnarfirðinum.
Ég á von á litlum prins í mars og er á lokasprettinum að gera allt ready fyrir litla mann. Ég veit í rauninni mjög lítið hvað ég er að gera en maður vonar að þetta komi bara.
Ég elska að taka ljósmyndir, mála myndir og hlusta á góða tónlist. Vona að mín reynsla á þessari merkilegu lífsreynslu hjálpi einhverjum í sömu sporum.

X