Loading

KYNLAUST BARNAHERBERGI

Ef að þú veist ekki hvort von er á strák eða stelpu er ekki úr vegi að hafa barnaherbergið þannig að það sé engan vegið bundið af kyni. Hlutlausir litir eru ofboðslega róandi og fallegir og þetta herbergi er eiginlega alveg guðdómlegt.

Þrátt fyrir að húsgögnin inn í því kosti flest meira en meðal Íslendingurinn þénar á mánuði þá er samt ekki úr vegi að sækja innblástur og kannski… bara kannski er hægt að herma með því að notast við ódýrari útgáfur, t.d. gamla tekkstólinn frá afa og ömmu (sem hægt er að láta yfirdekkja), mottu úr IKEA, óróum úr Ólátagarði eða þar fram eftir götunum.

Það er allvega ekkert að því að láta sig dreyma…

Ljósmynd og heimild: Amore Lou

X