Loading

Kynlíf á meðgöngu – grimmur veruleiki óléttra kvenna

Við vitum að kynlíf á meðgöngu er afskaplega misjafnt. Á meðan sumar konur upplifa sig sem gyðjur líður öðrum eins og búrhvölum. Á meðan sumar eru að bugast af kynhvöt eru aðrar sem myndu ekki hleypa upp á sig þótt lífið lægi við. Svo eru sumar sem eiga maka sem myndu ekki pota í þær með priki af því þær eru óléttar… en það er önnur saga.

Eins og þið vitið erum við sérlega hrifnar af heiðarlegu fólki sem hikar ekki við að stafa hlutina eins og það upplifir þá. Mel Watts er áströlsk og ólétt mamma sem heldur úti mjög fyndinni Facebook síðu.

Hún birti á dögunum þessa æðislegu mynd ásamt smá ranti um kynlíf á meðgöngu og grimmum veruleika óléttra kvenna. Bráðfyndið í alla staði og eitthvað sem við getum margar tengt við.

Ég veit að það eru sumar konur sem blómstra á meðgöngu. Þær elska smá ást frá stóra T og svo eru konur eins og ég.

Við reynum. Í alvöru.
Ég veit að ég kom mér sjálfri í þessar aðstæður og ég lofaði að í þetta skiptið yrði það öðruvísi.
Ég mun taka því fagnandi – sagði ég við sjálfa mig.
Ég mun blómstra – sagði ég við sjálfa mig.
Ég mun elska hann miklu meira – sagði ég.
Ég verð mesta kynlífsgyðja í heimi á þessari meðgöngu – sagði ég.

Og hér er ég.
Eins og hvalreki.
Sveitt.
Með brókarhlíf – ekki af því að ég er þannig blaut.
Ég er með útbrot á maganum af því að húðin er að rifna.
Brjóstin á mér eru eins og vopn sem geta rotað hvern sem kemur nærri.
Andardrátturinn er þungur.
Síðasti raksturinn var bara málamynda.
Inn í mér eru tíu fingur, tíu tær og urmull líkamshluta sem teygja sig í allar áttir.
Og hann kallar mig samt fallega og kynþokkafulla. Hvað er eiginlega að honum? Ég er í hræðilegu ástadi. Ég lek, ég lykta, ég styn og væli, ég er loðin og það er ábyggilega meiri sviti undir brjóstunum á mér heldur en í brókunum hans á heitum sumardegi. Og samt vill hann mig. Kannski er hann einn af þessu fólki sem elskar fólk í svona ástandi? Eða kannski er hann bara frábær, umhyggjusamur og síljúgandi eigimaður óléttar og bugaðrar konu. Hvort heldur sem er – þá er hann minn.

X