Loading

LANGAR Í TUTTUGASTA BARNIÐ

Hressasta móðir í heimi virðist hvergi af baki dottin og samkvæmt nýjustu fregnum vestanhafs er hún í óðaönn við að leggja drög að barni númer tuttugu.

Michell og eiginmaður hennar, Jim Bob, hafa verið iðinn við kolann og eiga sem fyrr segir nítján börn. Þrátt fyrir að elstu börnin séu sjálf farin að fjölga sér vilja Michelle og Jim Bob bæta við barni og segjast ekkert þrá heitar.

Vinsælir sjónvarpsþættir fjalla meðal annars um daglegt líf fjölskyldunnar en fyrir þá foreldra sem finnst lífið stundum dáldið yfirþyrmandi þá má þess geta að Michelle kennir öllum börnunum sjálf, þvær áttatíu þvottavélar á dag (eða þar um bil) og andar í poka á kvöldin (hlýtur að vera).

Annars eru bara allir hressir í Ameríkunni…

X