Loading

LANGAR ÞIG Í MömmuBíó?

Langar þig í klæðskerasniðna bíóferð? Nú hafa Sambíóin ákveðið að endurtaka hina vinsælu MömmuMorgna bíósýningar en MömmuMorgna sýningarnar eru óvenjulegar að því leitinu að þá er hávaða stillt í hóf og selt er í númeruð sæti þannig að allir hafa nóg pláss kringum sig fyrir burðarstóla, yfirhafnir og annað slíkt sem tilheyrir.
Næstu daga ætlum við að gefa miða á sýninguna þannig að það er um að gera að fylgjast með á Facebook síðu Foreldrahanbókarinnar.

Einnig er salurinn ekki alveg myrkvaður þannig að lítið mál er að sinna barninu á meðan sýningu stendur. Ekki spillir verðið fyrir en miðaverð er 800 krónur og að sjálfsögðu fær barnið frítt með.

Að þessu sinni verðu myndin The Help sýnd en hún hefur slegið í gegn um allan heim.

Sýningin hefst klukkan 10.30.

Mömmurnar ættu því að geta gert sér dagamun með börnum sínum og skella sér í bíó en miðaverði er stillt í hóf, aðeins 800 kr.

Hægt er að kaupa miða á sýninguna hér.

X