Loading

Látinn faðir fær að vera með á fjölskyldumyndunum

„Mig langaði að heiðra minningu hans með þessum hætti. Hann var alla tíð til staðar fyrir okkur og ég vildi skapa eitthvað sem börnin okkar gætu varðveitt,” sagði Nicole Bennett eftir að ótrúlegar meðgöngumyndir af henni hlutu heimsathygli.

Forsaga málsins er sú að eiginmaður Nicole, Deonta, féll óvænt frá en hann var lögreglumaður þegar hún var stutt gengin með annað barn þeirra hjóna. Þá fékk Nicole hugmyndina að því að „fótósjoppa” hann inn á myndirnar. Til voru myndir af fjölskyldunni og hafði hún samband við ljósmyndarann Sidney Conley sem tók vel í hugmyndina.

Conley segir að þetta hafi verið einstakt verkefni og hann hafi oft klökknað við vinnslu myndanna en hugmyndin hafi verið að sýna að þrátt fyrir að Deonta væri látinn þá yrði hann alltaf hluti af fjölskyldunni og héldi verndarhendi yfir þeim.

X