Loading

Leiðbeiningar fyrir unglinga um stefnumótahegðun

Þessi fyrirsögn eins og sér hljómar sakleysislega en það sem á eftir kemur er öllu ógnvænlegra. Skóli nokkur í Utah fylki í Bandaríkjunum ákvað að mennta nemendur sína í stefnumótafræðum og útbjó í þeim tilgangi TVÖ blöð – annað fyrir stúlkur (sem að sjálfsögðu er bleikt) og hitt fyrir drengi (sem haft var virðulega hvítt).

Þessir listar eru ekkert annað en veisla, með gullkornum á borð við „vertu fyrri til að panta á veitingastaðnum þannig að stúlkan hafi eitthvað til að styðjast við,” því eins og allar viti bornar manneskjur vita þá geta matseðlar verið mjög ruglingslegir fyrir stelpur. Það þykir líka mikilvægt að stúlkurnar séu kvenlegar í fasi og klári allan matinn sinn svo þær sói ekki peningum drengsins. Síðan er mikilvægt að drengurinn „búist” ekki við kossi eða meiru.

Eins og heyra má er nauðsynlegt að hafa þessi grundvallaratriði á hreinu, svona ef þú skyldir detta inn í tímavél og lenda árið 1950.

Eða hvað…

utah2

utah

X