Loading

LEIGIR LEIKHERBERGI HANDA DÓTTURINNI

Ofurhjónin Jay-Z og Beyonce eru engir aukvisar þegar kemur að því að splæsa í lúxús handa dótturinni Blue Ivy. Nú hefur Jay gengið skrefinu lengra og leigt sér leikherbergi fyrir dótturina á leikvangi Brooklyn Nets liðsins – sem augljóslega er uppáhaldsliðið hans. Kostar herbergið litlar 125 milljónir á ári og er það hlaðið leikföngum og fíneríi fyrir barnið.

Við erum klárlega græn af öfund og finnst ekki úr vegi að íþróttafélög hérlendis tækju sér þetta til fyrirmyndar – það hljóta að vera nógu margir auðugir Íslendingar eftir sem gætu nýtt sér þessa þjónustu… pæling?

Heimild: Huffington Post

X