Loading

Leyndarmálið að baki fallegum barnamyndum

Hvort sem þú trúir því þá er miklu minna mál að taka „alvöru” fallegar barnamyndir en þig grunar. Lykilatrið er að skapa réttar aðstæður og hafa sæmilega vél til umráða. Ef að þú átt ekki almennilega myndavél er ekki úr vegi að finna vin eða ættingja sem á sæmilega græju og annað hvort fá vélina lánaða eða fá hann/hana til að taka myndina.
En þetta eru semsagt lykilatriðin að vel heppnaðri barnamyndatöku:

  • Best er a barnið sé sofandi (sé um ungbarnamyndir að ræða). Miðaðu því við að myndatakan fari fram á þeim tíma er barnið er alla jafna nýsofnað.
  • Unbarnamyndatökur er best að framkvæma frá því að barnið er nýfætt og þar til það verður sex vikna. Eftir þann tíma er erfiðara að koma barninu í þessar svokölluðu „krúttstellingar.”
  • Hafðu myndatökuna inn í herbergi þar sem mikil og góð náttúruleg lýsing er til staðar.
  • Hitaðu herbergið vel upp þannig að barninu líði vel beru.
  • Sniðugt er að nota hitateppi eða álíka græju til að barninu líði sem best.
  • Hafðu lágstemmda tónlist í gangi þannig að barnið truflist sem minnst af hljóðunum í myndavélinni.
  • Gættu þess að barnið sé nýbúið að borða.
  • Hafðu barnið bara í bleyju þegar það sofnar þannig að ekki þurfi að klæða það úr rétt fyrir myndatökuna.
  • Búðu þig undir alls kyns uppákomur – eins og gubb, piss og kúk. Eðlilegasti hluti í heimi. Gott er því að vera með varateppi fyrir barnið að liggja á.

Nánar má fræðast um barnamyndatökur inn á síðunni Inspire Me Baby.

Heimild og ljósmynd: Inspire Me Baby.

X