Loading

„Líkami minn brást ekki”

Þessar myndir voru hugsaðar handa konum sem farið hafa í keisaraskurð og upplifa einhverra hluta vegna að líkami þeirra hafi brugðist þeim. Það er ljósmyndarinn Natalie McCain sem á heiðurinn af myndunum sem eru hluti af bók sem kallast Honest Body Project en þar tók hún viðtal við og myndir af konur af öllum stærðum og gerðum með það að markmiði að bæta sjálfsímynd kvenna. Konan á þessum myndum  heitir Jacqueline sem hefur eignast þrjú börn með keisaraskurði. Hún er líka með alvarlegt tilfelli af endómetríósu og hefur þurft að fara í fjölda aðgerða út af því.

McCain sagði í viðtali við HuffPost að hún hafi svo oft orðið vitni af neikvæðri upplifun kvenna af keisaraskurði en hún hafi heillast af viðhorfi Jacqueline og hafi viljað miðlað því til annarra kvenna.

Ljósmyndir: Natalie McCain/Honest Body Project

Hér er hægt að skoða Honest Body Project nánar.

X