Loading

LÍKURNAR VORU EINN Á MÓTI 70 MILLJÓNUM

Ef þið haldið að það séu litlar líkur á að vinna í lottói ættuð þið að halda áfram að lesa þessa frétt.

Á Valentínusardag eignaðist Tressa nokkur Montalvo hvorki meira né minna en fjóra drengi. Slíkt þykir kannski ekki svo óeðlilegt í ljósi þess að frjósemislyf eru víða brudd eins og íbúfen auk þess sem sumir læknar sjá ekkert athugavert við að setja upp hrúgu af fósturvísum (man einhver eftir áttburamömmunni?).

En það merkilega hér er að engin frjósemislyf voru notuð, engin glasafrjógvun og ekkert annað en bara heimatilbúin hjónabandssæla. Til að toppa líkindareikninga eru drengirnir eineggja tvíburar – það er að segja: tvö sett af eineggja tvíburum. Fyrir áttu hjónin hinn tveggja ára gamla Memphis en geta nú farið að fjárfesta í lítilli rútu eða strumpastrætó.

Og já… líkurnar á að þetta geti gerst eru einn á móti 70 milljónum!

p.s. myndin tengist fréttinni ekkert.

X