Loading

Ljósmæður lýsa veginn…

Ljósmæðrafélag Íslands hefur í nokkur ár haldið úti þjónustu fyrir foreldra í gegnum vefinn ljosmodir.is. Þar geta ófrískar konur og foreldrar sent inn spurningar og oftar en ekki fengið við þeim svör. Inn á vefnum má finna svör við nokkur þúsund spurningum sem spanna allt frá meðgöngunni til spurninga varðandi umönnun barnsins sjálfs. Eins er þar að finna mikinn fjölda áhugaverðra greina, meðgöngudagatal, meðgöngureikni og ýmislegt fleira.

Tengil inn á síðu ljósmæðra er að finna hér.

X