Loading

VILT ÞÚ DEILA REYNSLU ÞINNI?

Við erum að leggja drög að nýjum dagskrárlið hjá okkur sem heitir einfaldlega Reynslusögur. Markmiðið er að skapa vettvang þar sem foreldrar geta deilt reynslu sinni með öðrum. Sögurnar birtast undir nafni eða dulnefni – þú ræður.

Að lesa um reynslu annarra er getur hjálpað fólki gríðarlega – sérstaklega ef það er sjálft að ganga í gegnum sambærilega reynslu. Ég hef fengið mikinn fjölda bréfa frá fólki sem þakkar fyrir þær ómetanlegu reynslusögur sem eru í sumum mömmubloggunum. Þessi flokkur verður þó með öðru sniði því ekki þarf að skrifa reglulega – einu sinni er nóg – auk þess sem hægt er að óska nafnleyndar.

segir Þóra Sigurðardóttir, vefstjóri Foreldrahandbókarinnar.

Hægt er að deila reynslu sinni af: meðgöngu, fæðingu, ófrjósemi, veikindum, veikindum barna, sigrum, sorgum og í raun flestu því sem fólk lendir í á lífsleiðinni.

Ef þú hefur áhuga skaltu senda okkur söguna þína á thora@foreldrahandbokin.is. Fyllsta trúnaðar er að sjálfsögðu heitið.

X