Loading

Mæður – gefið börnum ykkar brjóst

Sá dásamlegi atburður átti sér stað á dögunum að sjálfur páfinn hvatti mæður til brjóstagjafar í sixtínsku kapellunni. Forsaga málsins er sú að verið var að skíra 28 börn. Eitthvað var hópurinn farinn að ókyrrast þegar páfinn sagði í gamni að núna hæfist kórsöngurinn. Síðan leit hann á mæðrahópinn og sagði við þær hvetjandi: „Þið mæður, ekki hika við að gefa börnum ykkar brjóst. Ekki óttast. Alveg eins og María gaf Jesú mjólk.”

Þetta eru virkilega góðar fréttir fyrir mjólkandi mæður og mannkynið almennt því eins og við vitum er fátt eðlilegra en brjóstagjöf og þeir fordómar sem brjóstagjöfin hefur mætt víða er algjörlega út í hött.
Þannig að við segjum húrra fyrir páfanum.

X