Loading

MAGNESÍUM ER MÁLIÐ

Rithöfundurinn og athafnakonan Guðrún Bergmann hefur verið ötull talsmaður heilsu- og sjálfsræktar og hafa bækur hennar reynst mörgum sannur fjársjóður. Guðrún gefur jafnframt úr vikulegt fréttabréf þar sem hún leggur áherslu á að miðla góðum ráðum til lesenda sinna. Magnesíum er vítamín sem er Guðrúnu huglægt enda bráðnauðsynlegt og þjáðist hún sjálf af magnesíumskorti án þess að gera sér grein fyrir því. Nýlega var endurútgefin hjá Sölku bókin Candida sveppasýking eftir Guðrúnu og Hallgrím Þ. Magnússon lækni. Þar er fjallað um sjúkdómin.

Eftir því sem ég vinn meira með upplýsingar úr bókinni okkar og tala við fleira fólk geri ég mér betur grein fyrir því hversu mikilvægt það er bæði fyrir börn og fullorðna að taka inn magnesíum. Allt vöðvakerfi líkamans þarfnast magnesíums til að geta starfað og nýlegar rannsóknir sýna fram á að magnesíum er ákaflega mikilvægt efni við myndun beina í líkamanum, segir Guðrún.

Stundum er erfitt að fá lítil börn til að taka inn magnesíum, en þá má láta þau í bað með epsom salti (blandan er 1 kg salt á móti 1/2 kg af matarsóda) sem þau eru látin leika sér í allt að hálftíma. Þá taka þau upp magnesíum í gegnum húðina.
Við sem eldri erum getum tekið inn magnesíum citrat, sem við leysum upp í vatni (fæst í heilusbúðum). Eins getum við farið í samskonar böð og börnin – jafnvel með þeim – eða þá borið á okkur fljótandi magnesíum oliu. Ég benti nýlega á að hún fengist í gegnum vefsíðuna www.magnesium.is – en vegna einhverra örðugleika er hún ekki komin í loftið ennþá. Væntanlega fer hún út á vefinn í þessari viku.

Eitt merki um skort á magnesíum þegar fólk (börn og fullorðnir) gnísta tönnum.

Fæða sem inniheldur magnesíum:

  • Kornmeti
  • Grænmeti
  • Kjöt
  • Hnetur og möndlur
  • Grænmeti – sérstaklega salat

Gerast má áskrifandi að fréttabréfum Guðrúnar inn á Konur Geta (.is)

X