Loading

MAJÓNES BJARGAR ÖLLU

Vissir þú að majónes er ekki bara sérhannað til að hækka kólestrol heldur er það eitt sniðugasta heimilisgagn sem um getur. Já, ein dós af majónesi getur reddað ansi miklu og hér eru nokkur atriði…

Vaxlitir á veggjum: Ef að heimilislistamaðurinn er búinn að krota á veggina með vaxlitum er gott að setja majónes á verkið. Látið bíða í nokkrar mínútur og strjúkið svo burt.

Laufblöð:
Til að fá laufblöðin til að glansa er sniðugt að setja smá majónes í klút og strjúka yfir laufblöðin. Það hreinsar þau og gefur þeim ómótstæðilegan gljáa.

Fingraför á stáli: Ekki málið. Settu smá majónes í klút og strjúktu yfir.

Trjákvoða: Settu majónes á blettinn, látið bíða í nokkrar mínútur og strjúkið svo burt.

Ískrandi hjarir: Örlítið majónes bjargar málinu þegar að hjarirnar eru farnar að ískra. Settu örlítið majónes á klút og strjúktu yfir hjarirnar. Opnaðu hurðina og lokaðu henni nokkrum sinnum til að majónesið smyrjist vel. Þurrkaðu burt allt auka majónes.

Lús: Settu majónes í hárið fyrir háttinn og greiddu í gegnum það. Settu sturtuhettu eða eitthvað því um líkt yfir hárið og sofðu með yfir nótt. Morguninn eftir skaltu greiða aftur í gegnum hárið og þvo það svo með sjampói.

Tjara: Tjöruleifar á skóm eða bíl er hægt að fjarlægja með majónesi – jáhá! Látið liggja á í nokkrar mínútur og þurrkið svo af.

Glasahringir: Glasahringir á borðum er hægt að fjarlægja með því að láta majónes liggja á í nokkrar mínútur. Strjúktu síðan burt með hreinum og mjúkum klút.

Límmiðaleifar: Settu smá majónes á límmiðaleifar sem sitja sem fastast. Láttu liggja á í nokkrar mínútur og strjúktu svo af. Olían í majónesinu galdrar límið burt.

Heimild: This Old House

X