Loading

MANNANAFNANEFND SYNJAR TVEIMUR BEIÐNUM

Mannanafnanefnd úrskurðaði á dögunum um tvær beiðnir og hafnaði í báðum tilfellum sem verður að teljast til tíðinda. Nöfnin eru Aðalvíkingur og Tanija og var þeim báðum hafnað á mismunandi forsendum. Aðalvíkingi á þeim forsendum að það væri þríliðað og Taniju á nokkuð mörgum forsendum, meðal annars þeirri að engin íslensk kona beri þetta nafn og að það samræmist ekki íslenskum ritreglum.

Það er því ljóst að Aðalvíkingur og Tanija munu ekki marka djúp spor í íslenska sögu – að sinni…

X