Loading

Með hríðir og Chewbacca grímu!

Hver man ekki eftir Chewbacca mömmunni sem sló í gegn eftir að hafa birt myndband af sér á YouTube skellihlægjandi með Chewbacca grímu. Þessi kona tók Chewbacca-grínið skrefinu lengra og tók upp myndband af sér þar sem hún engist um með hríðir – og með fjárans Chewbacca grímuna.

Katie Stricker Curtis sagði á Facebook síðu sinni þar sem hún birti upphaflega myndbandið að þó hún væri tæknilega séð löngu orðin fullorðin þýddi það ekki að hún þyrfti að hætta að hafa gaman.

Það verður að viðurkennast að þetta er hrikalega fyndið – aðallega þar sem Katie sjálf virðist hafa bullandi húmor fyrir þessu.

X