Loading

Meðalmömmur geta glaðst – ofurmamman fitnaði og skildi

Ein fyndnasta frétt síðari ára var fréttin af ofurmömmunni Mariu Kang sem birti áskorun til allra mæðra undir yfirskriftinni: „Hver er þín afsökun?” Á myndinni flaggaði Maria föngulegum magavöðvum og fituprósentu undir stofuhita – ásamt þremur afkvæmum sínum sem öll voru undir þriggja ára aldri. Var hún með þessu að auglýsa einkaþjálfunarþjónustu sem hún fullyrti að kæmu hvaða meðalmömmu í toppform. Internetið fór á hliðina og átti Maria ekki sjö dagana sæla svo að vægt sé til orða tekið. Hún stóð samt við orð sín og sagði að útlit sitt ætti hún þrotlausri þjálfun, staðfestu og sjálfsaga að þakka.

Tveimur árum seinna hefur tilvera Mariu tekið stakkaskiptum. Á heimasíðu sinni deildi hún nýverið með lesendum sínum að hún væri skilin og búin að ganga í gegnum erfiða tíma. Til að toppa það hefði hún fitnað um tæp fimm kíló og viðurkenndi… já… að stundum eru fullkomlega löglegar afsakanir fyrir því að þyngjast.

Allavega… við dæmum ekki en bendum á síðuna hennar Maríu en þar er að finna fullt af frábæru efni.

p.s. þannig að það sé á hreinu þá erum við ekki að gera grín af Mariu Kang á nokkurn hátt. Það er hins vegar áhugavert að sjá þegar mál sem þetta – sem olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma fer hringinn og áhugaverðast af öllu eru orð Mariu sjálfrar sem miðlar mildari skilaboðum til lesenda sinna og ögn meiri skilningi á því að það eru ekki allir í toppformi og það sé ekki vegna skorts á sjálfsaga og staðfestu.

mariakang
Maria Kang í dag… heilum fimm kílóum þyngri.

mariakang
Auglýsingin sem setti allt á hliðina.

X