Loading

Meðgöngumyndir af föður vekja viðbrögð

Fallegar meðgöngumyndir eru eitthvað sem við könnumst flest við og tilgangur þeirra er alla jafna að heiðra þá umbreytingu sem verður á líkama móðurinnar þegar hún skapar nýtt líf… það er allavega það sem flestum finnst. Ekki satt?

Ljósmyndaranum Martyn Wilkes langaði hins vegar að gera eitthvað öðruvísi eftir að hafa tekið óteljandi meðgöngumyndir í gegnum tíðina og fékk vin sinn, Paco, til að sitja fyrir á því sem hann kallar „óhefðbundnar” meðgöngumyndir. Paco átti von á dóttur fimm vikum eftir að myndirnar voru teknar og er magi hans málaður með blómum og nafni dótturinnar og hann klæddur eins og ólétt kona.

Myndirnar hafa vakið misjöfn viðbrögð og sitt sýnist hverjum.

X