Loading

METVIKA HJÁ FORELDRAHANDBÓKINNI

Aðsóknarmet að Foreldrahandbokinni.is var slegið í síðustu viku en alls heimsóttu rúmlega 22 þúsund manns vefinn.

Þetta eru frábærar fréttir og sýnir að við erum á réttri leið með vefinn. Við höfum bætt heilmiklu við undanfarnar vikur og það er ekki síst Mömmubloggið sem hefur slegið í gegn. Að baki liggur mikil vinna hjá fjölda manns sem hafa það eitt að markmiði að fræða og skemmta foreldrum. Pistlahöfundarnir okkar eru einnig sívinsælir og vakið mikla athygli, svo að fátt eitt sé nefnt,

segir Þóra Sigurðardóttir, ritstjóri, sem segir ritstjórnina alla þakka undirtektirnar.

X