Loading

Miðstöð foreldra og barna

Markmið Miðstöðvar foreldra og barna ehf. er að meðhöndla vanlíðan mæðra og efla samband þeirra við börn sín (0-5 ára) og þar með þroska og velferð barnanna. Tekið er við tilvísunum frá fagfólki í heilbrigðiskerfinu, félagsþjónustu, barnaverndarnefndum og sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Einnig er hægt að leita beint til Miðstöðvarinnar með því að senda netpóst á fyrstutengsl@fyrstutengsl.is eða hringja í síma 426-5200.

Meðferðin fer fram að Neðribraut 12 í Mosfellsbæ.

Um er að ræða 14 vikna meðferðir fyrir foreldra og börn þeirra og er þeim að kostnaðarlausu og óháð búsetu. Ýmist er um að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð þar sem unnið er að því að efla tengsl foreldris og barns.

Bakgrunnur

Miðstöð foreldra og barna ehf. var stofnað árið 2008 af eftirtöldum sérfræðingum: Anna María Jónsdóttir geðlæknir, Helga Hinriksdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, Stefanía Arnardóttir heilsugæsluhjúkrunarfræðingur og Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir.

Það hefur sýnt sig að snemmbær inngrip í tengslavanda foreldra og barna hafa mikið forvarnargildi og margborgar sig fjárhagslega fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið. Stofnun Miðstöðvar foreldra og barna ehf. er ætlað að mæta þörfum þessa hóps með meðferðarúrræðum og öðrum stuðningi.

X