Loading

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR TIL ALLRA FORELDRA

Við áttum stórmerkilegt spjall við Herdísi Storgaard forvarnafulltrúa sem veit meira en allir um öryggi barna í bílum og hvað beri að hafa í huga. Ástæða spjallsins var sú að við lásum frétt á netinu um sex mánaða gamalt barn sem kastaðist úr bílstólnum við árekstur og var því kennt um að barnið hefði verið of vel klætt. Fór ég því að velta því fyrir mér hvort það væri vandamál hér á landi – þ.e. að öryggi barna í bílum væri ógnað með of miklum klæðnaði sem gerði það að verkum að öryggisbelti næðu ekki nógu vel að barninu og héldu því ekki sem skyldi.

Herdís sagði það vissulega vandamál að börn væru of vel klædd í bílum en það skapaði aðallega mikil óþægindi fyrir börnin en drægi ekki endilega úr öryggi þeirra í bílnum. Stærra vandamál væri aldur stóla, gæði öryggisbelta og hvernig stóllinn væri festur í. Tjónabílar væru oft ekki með ný öryggisbelti en þá væru þau ónýt og að algengt væri á ungbarnastólum að þeir lægju ofan á beltafestingunni og losnuðu þannig.

Nánar verður farið yfir öryggi barna í bílum hér á síðunni á næstunni í samstarfi við Herdísi sem háð hefur sleitulausa baráttu fyrir öryggi íslenkra barna í bílum.

X