Loading

„Mistök mín gerðu fjölskyldu mína að internet stjörnum”

Við munum öll eftir myndbandinu sem tröllreið internetinu á dögunum þar sem Prófessor Kelly var í viðtali við BBC í gegnum Skype og börnin hans komu óvænt inn á skrifstofu. Í kjölfarið sést konan hans koma inn og reyna eftir bestu getu að fara með börnin út úr herberginu.

Myndbandið hefur vakið mikla kátínu en jafnframt hafa einhverjir séð sér leik á borði og gagnrýnt Kelly fyrir ansi margt en í þessu fyrsta viðtali svarar hann nokkrum spurningum og svörin eru nokkuð góð. Hann segir jafnframt að fjölskyldan hafi verið í hálfgerðum felum frá því að atvikið átti sér stað vegna allrar athyglinnar. Hann segir meðal annars að þau misstök sín að læsa ekki hurðinni hafi gert fjölskyldu hans að internet stjörnum og þær umræður um að konan hans sé í raun barnfóstran – af því að hún sé austurlensk séu særandi.

En horfið á myndbandið… þessi fjölskylda er æði.

X