Loading

Móðir gekk 42 kílómetra til að bjarga fjölskyldunni

Hvað gerirðu þegar fjölskyldan þín er föst út í óbyggðum og það er frost og snjókoma? Karen Klein tók þá ákvörðun í samráði við eiginmann sinn að eftir að bíll þeirra festist í skurði í óbyggðum í grennd við Grand Canyon í Arizona fylki í Bandaríkjunum að freista þess að finna hjálp fótgangandi. Engin bílaumferð var á svæðinu og ekkert símasamband þannig að þeim var sá kostur nauðugur að freista þess að finna hjálp fótgangandi.

Karen, sem er reynd þríþrautarkona og vön vetrarferðamennsku, varð fyrir valinu á meðan eiginmaður hennar varð eftir ásamt tíu ára syni þeirra.

Tveimur sólarhringum síðar hafði ekkert til Karenar spurst og eiginmaður hennar orðinn verulega áhyggjufullur. Að auki var hann orðinn verulega kalinn og illa haldinn þannig að hann tók þá ákvörðun að fara sjálfur á stjá. Fyrir eitthvað kraftaverk nær hann sambandi á farsímann sinn skammt frá bílnum og nær að hringja eftir hjálp. Þegar til byggða var komið hafði enn ekkert til Karenar spurst. Það var ekki fyrr en mörgum klukkustundum síðar að þær fréttir bárust að hún hefði fundist örmagna – en á lífi í litlum kofa.

Í ljós kom að Karen hafði gengið 42 kílómetra í yfir 30 klukkustundir samfellt áður en hún fann loks kofann. Hún var við dauðans dyr en segir sjálf að hún hafi barist áfram með þrautseygjuna að vopni og ímyndað sér í sífellu persónuna Dóru úr kvikmyndinni Leitin að Dóru sem tönglaðist stöðugt á því að halda bara áfram. Eins hafi hún ekki viljað að móðir hennar þyrfti að jarða dóttur sína eða sonur sinn að alast upp móðurlaus.

Allt er gott sem endar vel og hér má sjá frétt sjónvarstöðvarinnar ABC um málið:

X