Loading

MÓÐIR Í FULLU STARFI

Hvaða móðir kannast ekki við það að eiga draum um að sofa út á hverjum degi?

Hvaða móðir kannast ekki við það að geta verið í fínum fötum allan dagin og með hreint hár?

Hvaða móðir kannast ekki við það að dreyma um að komast í helgarfrí með vinkonum sínum upp í bústað og fá smá frí frá heimilisverkum?

Hvaða móðir kannast ekki við það að geta farið úr mömmugallanum og í skvísugallan, eiga eitt gott stelpukvöld með hvítvín í hönd, spjalla og skella sér á dansgólfið og dilla rassinum?

Hvaða móðir kannast ekki við það að dreyma um að eiga eina góða kvöldstund með kallinum eða deitinu sínu, hvort sem það er að fara í bío, keilu eða kúra upp í sofa og glápa á mynd og enda kannski kvöldið með góðu kynlifi?

Ég held að allar mæður dreymi um þetta, ég er móðir og húsmóðir í fullu starfi, dagurinn minn byrjar kl 6 á morgnanna og endar kl 24 á daginn.

Ég byrja dagin á því að hugsa í huganum ohhh hvað ég væri til í að taka 20 mín kríublund aaaðeins lengur, eða fá að sofa út til hádegis.
Daurinn byrjar þannig sem á því að skipa næturbleyju af stelpunni, elda hafragrautinn, og svo eyðum við deginum saman, leikum okkur, teiknum saman mynd, förum í boltaleik, og jafnvel út að labba með hundinum okkar.

Þetta hljómar eins og ég er alltaf ein, einstæð móðir og á enga vini. En svo er ekki, barnsfaðirinn er í vinnu og allar vinkonur mínar líka. Við stelpunar reynum að hittast eins oft og við getum, og við kallinn reynum að eyða einhverjum tima saman aður en hann fér í vinnu og svo þegar hann er í fríi tökum við fjölskyldudag saman.

Stundum fær maður þessi skilaboð um að maður er alltaf á djamminu með stelpnum, alltaf í kósy heitum með kallinum og aldrei að þrifa íbúðina, sem er ekki satt og falleg skilaboð.

Fólk veit ekki hvað það tekur á að vera móðir og húsmóðir í fullu starfi, að vera heima allan daginc og komast ekki mikið út úr húsi. Stundum þrái ég þess að vera í hluta vinnu, fara út og skipta um umhverfi á hverjum degi, en ég er bara ekki tilbúin til þess.

Ég nýt þess að vera heima með barninu mínu og sjá hana gera nýja hluti á hverjum degi og svo nýt ég þess að fara úr mömmugallanum og í skvísugallan þó að það sé að hitta stelpunar eða eiga deit með kallinum.

Ég hugsa að ég myndi ekki meika dagin heima þegar stelpan kemst inn á leikskóla og verður þar hálfan dagin, hvað á mamman þá að gera?
Ég var samt sniðug og gerði eitt fyrir sjálfan mig, aðra hverja helgi skipti ég um umhverfi og fer að vinna, hitti nýtt fólk og ték pásu frá heimilinu á meðan, og vá hvað það er got og yndislegt að hitta fjölskylduna eftir vinnu.

Því þegar maður hengur heima allan dagin, gerandi sömu hlutina aftur og aftur, eins og skúra gólfin, þurka af, ryksuga og sjá um þvott, og inn á milli hugsa um barnið verður maður þreytt og döpur og langar því þess að fara út og gera hluti fyrir sjálfa sig, án þess að heyra þessi skilaboð : „Þú bara alltaf á djamminu, eða þú bara alltaf sofandi heima og alltaf í fríi”

Mömmur fara aldrei í frí, nema þegar barnið sé sofandi og kannski í pössun. Þó að barnið sé í pössun hættir mamman ekki hugsa um það, og fær samviskubit á að vera í fínu fötunum, með hvítvínið og njóta þess að vera skvísan en ekki mamman.

Að vera móðir í fullu starfi er yndislegt, ekki halda annað.

Þangað til næst …

– – –

Ég heiti Vaka Dögg, fædd árið 1985, þann 1. mars. Eignaðist mitt fyrsta barn 11. febrúar 2011, litla hetju prinsessu. Er fiskur í stjörnumerki. Frekja, skemmtileg, ferleg, einstök, upptekin af vinum og vandamönnum og einnig hundamamma! Sé um öll heimilisverkin hér heima, svo sem næturgjafir, bleyjuskipti, týna upp og þvo óhreina sokka, setja í uppþvottavélina og stundum elda kvöldmatinn! Samt sem áður hef ég tíma fyrir Facebook og að skrifa greinar.

– –

Vilt þú deila reynslu þinni eða gerast Mömmubloggari? Sendu okkur þá post á thora@foreldrahandbokin.is.

X