Loading

Móðir neydd til að henda brjóstamjólk

Flestar mjólkandi mæður eru sjálfsagt sammála því að mjalarvélar eru ekki það skemmtilegasta í heimi. Þrátt fyrir að deila ekki um ágæti þeirra munu fáir halda því fram að það sé hápunktur dagsins að vera tengdur við eina en tilgangurinn helgar meðalið og við látum okkur hafa það með bros á vör. Hin 33 ára gamla Katie Langan frá Hollandi skrapp í fimm daga til London ásamt vinum sínum. Heima varð eftir eins árs dóttir hennar og mjólkaði Langan sig samviskusamlega á meðan til að mjólkin færi ekki til spillist (og til að brjóstin myndu ekki springa).

Þegar hún var á leiðinni í gegnum öryggishliðið á Heathrow flugvelli krafiðst öryggisvörðurinn þess að hún fargaði mjólkinni. Langan bað um að fá að tékka mjólkina inn með almennum farangri, bauðst til að greiða sérstaklega fyrir það og reyndi almennt allt sem hún gat til að höfða til skilnings og samúðar öryggisvarðarins. Allt kom þó fyrir ekki og mjólkinni varð eftir enda var hinn kosturinn sá að hún yrði eftir með mjólkinni og það gat Langan ekki hugsað sér.

Það var því buguð og brúnaþung kona sem fór mjólkurlaus um borð í flugvélina.

Talsmaður Heathrow biðst ekki afsökunar á atvikinu heldur segir öryggisvörðinn hafa brugðist við í samræmi við reglur. Eins grimmilega og þetta hljómar eru þó að verða beytingar víða í heiminum sem stuðla að auðveldari ferðalögum með brjóstamjólk og hafa Bandaríkin meðal annars fest í lög rétt foreldra til að ferðast um með brjóstamjólk.

mjolk
Hér gefur að líta magnið af mjólk sem fór í ruslið.

X