Loading

MÓÐIR REKIN ÚT FYRIR AÐ GEFA BRJÓST

Greinilegt er að menn eru ekki alltaf par hrifnir af brjóstagjöf og dómari nokkur í Michigan í Bandaríkjunum var á dögunum rekin út úr réttarsal fyrir að gefa barni sínu brjóst.

Konan, Natalie Hegedus, var stödd í réttarsal þar sem hún átti að bera vitni. Með henni í för var fimm mánaða gamall sonur hennar. Þegar drengurinn var orðinn svangur ákvað hún að gefa honum að drekka en þess má geta að hún sat aftarlega í salnum og notaði svokallaða brjóstagjafa skýlu sem vinsæl er vestanhafs og er eins og skikkja sem hylur algjörlega hvað fer fram.
Réttarvörður tekur eftir þessu og lætur dómarann vita. Sá hinn sami rís þá upp og biður Hegedus um að yfirgefa réttarsalinn og bendir henni jafnframt á að það sé algjörlega óviðeigandi að gefa brjóst inn í réttarsal.

Hegedus segist hafa verið niðurlægð fyrir framan fjölda manns og að sér hafi liði mjög illa yfir þessu. Ekkert í lögunum banni brjóstagjöf á almannafæri né í opinberum byggingum. Hún sé því í fullum rétti til að gefa syni sínum að borða.
Síðan atvkið átti sér stað hafa netheimar logað. Sérfræðingar benda á að lágt hlutfall mjólkandi mæðra í Bandaríkjunum sé ekki síst tilkomið vegna fordóma í garð brjóstagjafar og á meðan viðhorfið sé svona sé ólíklegt að það breytist í bráð.

Heimild: WoddTV.com

 

X