Loading

Móðurást

Lítil stúlka lasin og móðirin gerði það eina sem henni fannst ráðlegt í stöðunni. Tók litlu stúlkuna og fór með hana í heita sturtu til að róa hana og hugga. Vitandi að heit gufan myndi hjálpa henni að losa kvefið. Á sama augnabliki kemur fimm ára sonur hennar inn og smellir af mynd. Fangar augnablikið fullkomlega.

Móðirin, Kelli Bannister, sem er ástralskur ljósmyndari og bloggari var tvígstígandi með hvort hún ætti að pósta myndinni á Facebook en lét vaða. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Yfir 50 þúsund manns hafa „lækað” myndina, 5 þúsund deilt henni og athugasemdirnar hafa verið hver annarri fallegri.

Facebook síðu Kelli má sjá hér.

Og myndin talar sínu máli. thebarefootmum

X