Magnaðar meðgöngumyndir
Kanadíski ljósmyndarinn Patrice Laroche ákvað að taka meðgöngumyndatökur á næsta stig þegar hann og eiginkona hans, Sandra Denis, áttu von á sínu fyrsta barni. Þau völdu sér þema og staðsetningu og tóku upp seríu sem verður að segjast eins og er að á ekki marga sína líka.
Þarna fer saman metnaður, gríðarleg þolinmæði, nákvæmni og sköpunargleði.