Loading

Mögulega hryllilegasta hrekkjavökudress allra tíma

Nú er rétt um mánuður þar til brestur á með hrekkjavöku og ég veit að á mínu heimili hefur undirbúningur staðið yfir síðan á síðasta ári, að minnsta kosti hjá dóttur minni sem veit fátt skemmtilegra en að láta sér detta í hug nýja búninga.

Eins og sjálfsagt margir hafa tekið eftir þá er komin ný mynd byggð á sögunni IT eftir Stephen King sem inniheldur mögulega einn hryllilegasta trúð allra tíma.

Unglingur nokkur tók upp á því að skreyta systur sína með sama gerfi og útkoman var í senn frábær og hryllileg.

Ég viðurkenni að þetta er mögulega eitt best heppnaða hrekkjavökugervi allra tíma en ég er þó ekki viss um að ég myndi lifa það af að mæta þessu barni út á götu og börnin mín myndu sjálfsagt aldrei bíða þess bætur.

X