Loading

MÖMMUBLÚS

Klisja 1: móðurhlutverkið er best í heimi
Klisja 2: móðurhlutverkið er vanþakklátasta starf í heimi

Merkilegt hvað mikið sannleikskorn er í öllum heimsins klisjum.

Blíðlyndi og ljúfi frumburðurinn tók kast á mömmu sína í morgun. Hún svaraði fyrir sig. Bæði mættu grátbólgin í skólann í morgun. Gaman að þessu. Hann er ekki sá fyrsti í sögu mannkyns sem gerir móður sína ábyrga fyrir öllu því sem illa fer í heiminum. Hún er ekki sú fyrsta sem finnst allt hennar erfiði og fórnir vera lítt metnar. Jamm og já.

Marineruð í sjálfsvorkun hef ég velt því fyrir mér í allan dag hvers vegna í ósköpunum pabbinn fái allt kreditið og mamman allar skammirnar. Mömmur eru svolítið eins og rúgbrauð… næringarríkar og hversdagslegar á meðan pabbar eru eins og súkkulaðitertur… ljúffengir og sparí.

Bitur? Ég? Ekki séns!!!

– – –
Agnes Ósk er freknóttur félagsfræðingur, þriggja stráka mamma, markaðsfræðingur með siðferðisvitund og kennari. Hún heldur jafnframt úti sinni eigin bloggsíðu en hana er hægt að nálgast HÉR.

X