Loading

MÖMMUR ERU LÍKA KONUR

Við elskum þegar svona myndir birtast og hrista upp í steingerðum viðhorfum til brjóstagjafar um að hún eigi að fara fram á baðherbergjum veitingastaða eða í einrúmi heima. Hér er mamma – sem er eitursvöl að keppa á hjólaskautum – að samþætta tvo þætti veraldar sinnar: barnið sitt og áhugamálið/vinnuna. Þessi mynd segir eiginlega meira en þúsund orð… falleg og sterk í senn.

p.s. við sláum þann fyrirvara að vissulega hafa viðhorf til brjóstagjafar breyst mikið í áranna rás – og það er ekki síst töffurum eins og þessari konu (og okkur hinum sem erum hressar) að þakka!

 

X