Loading

MUNAR MESTU UM BARN NÚMER ÞRJÚ

Nýleg könnun sem TODAYmoms.com gerði á dögunum hefur leitt í ljós að það virðist mest stressandi að eignast barn númer þrjú. Alls tóku 7.146 mæður þátt í könnuninni en þar kom jafnframt ýmislegt annað áhugavert í ljós.

Mæðurnar voru almennt á því að þær væru frekar stressaðar eða um 85%. Jafnframt sögðu þær að mesti streituvaldurinn væri pressa sem þær settu á sjálfar sig – ekki utanaðkomandi pressa um að uppfylla einhverja steríótýpu af hinni fullkomnu móður. Jafnframt sögðu 46% kvennanna að makar þeirra yllu meiri streitu en börnin. Níu af hverri tíu voru stressaðar yfir því að vera ekki nægilega grannar og sætar og til að toppa þetta þá viðurkenndu 72% aðspurðra að þær væru frekar stressaðar yfir því hvað þær væru stressaðar…

Elsku mæður: Elskið sjálfar ykkur, dragið djúpt andann og munið að telja upp í tíu, fara í sturtu, gleyma ekki sjálfum ykkur, muna hvað þið eruð frábærar, passa upp á að þið fáið tíma fyrir ykkur sjálfar og muna að þið eruð ekki fullkomnar – en nokkuð nálægt því!

Næst spyrjum við… hvað fannst ykkur? Var mestur munur að eignast fyrsta barn, annað, þriðja, fjórða eða…

X