Loading

„Munar um að fá næstum helmingsafslátt”

Ég er búin að fá mikið af spurningum um hvernig söfnun inn á Karolina Fund virkar. Það er skiljanlegt enda ýmsu ósvarað. Ég tók saman lista yfir nokkrar helstu spurningarnar og svör við þeim.

1. Hvernig virkar svona söfnun? Við setjum ákveðin tímaramma og markmið og svo hefst söfnunin. Það virkar þannig að fólk getur valið úr mismunandi leiðum til að styrkja – allt frá 10 evrum og upp úr. Svo eru verðlaun í boði. Ef markmiðið næst þá færðu það sem þú hést á.

2. Hvað gerist ef söfnunarmarkmiðið næst ekki?
Þá borgar þú ekkert – og færð ekkert.

3. Kemur bókin samt út? Vonandi. Kannski ekki. Markmiðið er að fjármagna prentunina með söfnuninni.

4. Af hverju er hún svona ódýr í forsölunni? Því við erum að reyna að fjármagna og erum tilbúin að bjóða bókina eins ódýrt og við getum. Win-win fyrir báða aðlila ef markmiðið næst. Þegar hún fer í almenna sölu er líka kominn milliliður sem tekur sinn hluta eins og tíðkast. En það er frábært að geta boðið upp á þessi kostakjör því það munar um að fá næstum helmingsafslátt.

5. Hvað er Foreldrahandbókin? Bók sem fjallar um allt sem viðkemur barni og foreldrum þess fyrsta árið. Í bókinna skrifa allir helstu sérfræðingar landsins í þessum fræðum, auk foreldra og annarra. Bókin er sett upp þannig að það eru engir langir kaflar í henni heldur getur þú alltaf tekið hana upp og flett upp á einhverju áhugaverðu.

6. Hverjir skrifa í Foreldrahandbókina? Allir sem eitthvað vita um börn og foreldra þeirra… við fengum til liðs við okkur helstu sérfræðinga og mikið af málsmetandi einstaklingum sem bjóða upp á virkilega skemmtilega vinkla. Listinn er langur og enn er að bætast í hópinn.
Hér er hlekkur inn á söfnunina.

X