Loading

MUNDU MIG, ÉG MUN ÁVALLT MUNA ÞIG!

Sunnudagskveld…

Eina bjarta er að sonur minn kemur heim á morgun, litli fallegi mömmumolinn minn sem er búinn að vera í burtu í heila viku hjá pabba sínum. Það er sko kominn tími til að hann komi heim, því mömmu vantar koss og knús.

Ég var að horfa á mynd sem fjallar í stuttu máli um það hvernig það væri ef seinustu fjögur ár yrðu sópuð burt í minni þínu. Þú vaknar semsagt einn daginn og líður eins og það sé 2008 ekki 2012. Mannst ekki neitt sem gerðist i millitíðinni. Hvorki það góða né það slæma.

Ég fór að hugsa vá, að lenda í þessu. En síðan hugsaði ég að margir væru án efa til í þetta, ég meina öll mistökin, leiðinlegu gaurarnir sem þú deitaðir, ástarsorgir, vinarmissir, veikindi, jarðarfarir, rifrildin, peningavandamálin, allt heyrir sögunni til og það er eins og þú hafir fengið annað tækifæri í lífinu, getur bara byrjað uppá nýtt. Getur fengið að gera betur i næsta skipti. En hvernig getum við verið viss um að við séum í raun að gera betur ef við munum ekki hvað við gerðum seinustu fjögur ár?? Ef við fáum ekki að muna og ganga sjálf í gegnum mistökin og góðu stundirnar og læra?

Og hvað um allar góðu stundirnar? Fjögur ár er langur timi og margt getur skeð. Erum við tilbuin að taka áhættuna?

Ég veit það að ef ég spólaði fjögur ár aftur i tímann væri ég 23 ára, byggi enn hja mömmu, djammaði um helgar án afleiðinga og gerði það sem ég vildi, ég væri nýhætt i skolanum, byrjuð að vinna, fannst ég eiga mesta pening i heimi, eyddi í geisladiska, föt, skó, djamm og kaffihúsarferðir. En það sem skiptir mestu máli ég væri ekki búin að hitta barnsföður minn, aldrei fundið fyrstu ástina, aldrei verið trúlofuð, aldrei eignast almennilegt heimili, ég hefði aldrei upplifað meðgöngu og kraftaverkið sem það er að ganga i gegnum fæðingu (þó reyndar stundum langi manni að gleyma sársaukanum og erfiðleikanum sem henni fylgdi). Og númer 1, 2 og 3 ég ætti ekki Elvar minn!

Og það skal ég segja ykkur er eitthvað sem ég myndi aldrei, aldrei nokkurn timan vilja upplifa. Skítt með ástarsorgina, peningamálin, skilnað, flutning milli leiguíbuða og fleira. Ef ég ætti ekki mömmumolann minn veit ekki hvar ég væri i dag, ég væri ekki heil, aðeins hálf.

Í sannleika satt ef ég lít tilbaka, skoða gamlar myndir þá hugsa ég oft hvernig gat ég verið svona barnaleg og vitlaus. Það sem virkilega gerði mig heila og gerði mig að mér var ekki einu sinni komið inní lif mitt þarna. Ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að í júlí 2008 yrði ég ólett og það myndi gjörsamlega breyta lifi minu og gera mig óendanega hamingjusama og bara já heila á ný.

Myndi ég vilja spóla tilbaka og gera ýmislegt öðruvisi, veistu nei i rauninni ekki. Fortíðin hefur áhrif á framtíðina og í rauninni er ég alveg 100% að fýla nútíðina og vonandi framtíðina sem verður enn betri. Það eina sem ég veit um framtiðina er að það verður alltaf lítil hendi sem leiðir mig i gegnum allt. Þurrkar tárin mín og segir bestu setningu í hemi: elska þig mamma!

Voru tárin, reiðin og sorgin og allt það svarta þess virði? Já, því seinustu fjögur ár voru líka full af hamingju og gleði og það mikilvægasta er að ég lærði af mistökum og veit betur i dag. Ég fékk nokkur ár til að lifa lífinu áhyggjulaus og gera það sem ég vildi, vera eins og fuglinn fljúgandi, vera kjáni og kærulaus en ég er miklu þroskaðri í dag og bara betur í stakk búin til að takast á við lífið. Ég sé ekki eftir neinu, því það gerði mig að mér og ég er mamma hans elvars og ÞAÐ er það besta í heimi.

X