Loading

Mynd setti internetið á hliðina – en raunverulega sagan er allt önnur

Þið hafið mögulega rekist á þessa mynd á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Myndin var tekin af manni nokkrum sem ofbauð að eigin sögn að konan léti barnið liggja afskiptalaust á flugvellinum meðan hún var í símanum.
Myndin fór á flug og um heim allan kepptist fólk við að níða móðurina og greinilegt afskiptaleysi hennar af barninu.

En aðgát skal höfð í nærveru sálar og myndir geta blekkt.

Konan á myndinni heitir Molly Lensing og er 29 ára gömul þriggja barna móðir. Yngasta barnið hennar sem sést á myndinni er einingis tveggja mánaða gamalt og voru þær mæðgur einar á ferðalagi. „Við vorum búnar að fljúga allan daginn, segir Lensing, „en þarna sáum við og biðum þar sem kerfið hjá Delta flugflélaginu var hrunið. ÉG var búin að halda á dóttur minni nánast allan daginn og þarna lagði ég hana frá mér; bæði til að hún gæti teygt úr sér og til að ég gæti sett mig í samband við fjölskylduna til að láta vita hvað væri að gerast.”

Lensing er skiljanlega í áfalli yfir málinu öllu saman en tók það fram í viðtali að hún væri góð móðir. Myndin sýndi mjög ranga mynd af aðstæðum og fólk ætti að forðast það að dæma aðra.

X