Loading

„Myndi frekar drekka fulla skál af fljótandi hundaæði en fljúga með börnin mín”

Þetta lýsir sjálfsagt tilfinningum margra foreldra sem vita fátt erfiðara en að fljúga með ung börn. Ryan Reynolds er sérlega hreinskilinn þegar kemur að þessum málum og sagði frá því í viðtali nýverið að hann myndi heldur kjósa að „drekka fulla skál af fljótandi hundaæði en að fljúga með börnin sín.” Svo bætti hann við að hann hefði alltaf vorkennt foreldrum sem flugu með börnin sín áður en hann varð sjálfur faðir.
Núna geri hann allt til að forðast það enda sé tveggja ára dóttir hans skelfileg í flugi. „Hún rífur sig helst úr öllum fötunum og kynnir sig fyrir farþegunum. Það eina sem ég get gert í þeim aðstæðum er að biðja til guðs um að við lendum fljótlega.”

X