Loading

MYNDIR ÚR BARNAHERBERGI MARIAH CAREY

Mariah Carey eignaðist sem kunnugt er tvíbura fyrr á árinu. Voru börnin, sem eru strákur og stúlka, nefnd Moroccan og Monroe en í daglegu tali eru þau kölluð Roc og Roe. Ekki verður annað sagt en að börnin séu gullfalleg – eins og þau eiga kyn til en foreldrarnir eru ekkert að grínast þegar kemur að barnaherberginu. Í því er að finna risastóra uppblásna stafi með gælunafni tvíburanna sem er Dembabies. Að auki er það sérstakur risa-sófi fyrir fjölskylduna að hnoðast í. Greinilegt er að engu er tilsparað enda frú Carey þekkt fyrir háklassa lífstíl og vandaðan smekk.

Meðfylgjandi myndir eru allar fengnar af Twitter vef söngkonunnar en myndirnar úr barnaherberginu eru birtar með góðfúslegu leyfi.

X