Loading

Náðu að festa ógleymanlegar minningar á filmu

Eftir að hafa reynt að eignast barn í fjölda ára rættist draumur Lindsay og Matthew Brentlinger þegar í ljós kom að von væri á tvíburunum. Á 23 viku meðgöngunnar kom hins vegar í ljós að annar tvíburinn var með alvarlega fæðingargalla og myndi að öllum líkindum fæðast andvana. Litli drengurinn lifði þó fæðinguna af og fékk fjölskyldan hans ellefu dýrmæta daga með honum. Þau fengu ljósmyndarann Lindsey Brown til að mynda tvíburasystkynin saman og myndirnar eru ótúlega áhrifamiklar og fallegar… og ekki síst ómetanleg minning um litla drenginn.

Litlu tvíburarnir voru drengur og stúlka sem hlutu nöfnin William og Reagan.

Lindsay segist hafa farið að gráta í fyrsta skipti sem hún sá myndirnar og gráti stundum ennþá þegar hún horfi á þær. En þær séu svo fallegar og að litli drengurinn hennar hafi ferið svo fallegur. Á sumum myndanna sé hann glaðvakandi og vel sjáist í fallegu augun hans.

Faðir drengjanna sagði að dagarnir sem William litli var á lífi hafi verið bestu dagar lífs síns.

Nánari má lesa um málið hér.

Athugasemd ritstjóra: Ég á alltaf erfitt með að skrifa fréttir í þessum dúr en ákvað að gera það engu að síður þar sem sagan er falleg og myndirnar eru vitnisburður um lítinn dreng sem lifði og verður ávallt minnst.

X