Loading

Var næstum búin að svelta son sinn

Öll viljum vð aðeins það besta fyrir börnin okkar og það var engin undanteknin í tilfelli þessarar móður sem skrifaði áhrifamikla bloggfærslu á dögunum í þeirri von að hún myndi forða öðrum foreldrum frá því að lenda í sömu hryllilegu stöðu.

Konan, sem kallar sig einungis Mandy, eignaðist lítinn dreng árið 2016 sem vó 2860 grömm við fæðingu. „Brjóstagjöfin var vesen frá upphafi þar sem geirvörturnar voru innfallnar en þá kom mexíkanahatturinn að góðum notum. Drengurinn virtist mjög athugull og ánægður en meðan á spítaladvölinni stóð missti hann nærri 10% af líkamsþyngd sinni. Við vorum því send beint til læknis.

Við héldum áfram að nota mexíkanahattinn en það var eitthvað skrítið í gangi þar sem hatturinn var oftar en ekki fullur af mjólk þegar drengurinn var búinn drekka. Að auki var hann alltaf mjög lengi á brjóstinu og virtist aldrei almennilega rólegur að lokinni gjöf.

Vinkonur mínar á Facebook-grúppum sögðu að þetta væri eðlilegt svo ég hélt áfram að leyfa honum að drekka eins oft og hann vildi. Mér fannst samt aldrei eins og mjólkin væri almennilega komin, að minnsta kost ekki eins og vinkonur mínar lýstu því. Þegar drengurinn var viku gamall var hann ekki enn kominn í fæðingarþyndina en læknirinn virtist ekki hafa áhyggjur þar sem hann var að pissa og kúka eins og allt væri eðlilegt.

Þegar hann var mánaðargamall hafði hann einungis þyngst um 140 grömm frá fæðingu og læknirinn stakk upp á því að ég talaði við brjóstagjafaráðgjafa sem ég gerði. Hún viktaði drenginn fyrir gjöf og eftir og í ljós kom að hann hafði einungis drukkið 20 ml. af mjólk. Hún ráðlagði mér að gefa honum þurrmjólk með og bjó til áætlun fyrir mig þar sem ég átti að pumpa mig á tveggja tíma fresti.

Ég hélt mig við fyrirmælin og viku seinna hafði hann þyngst um tæpt kíló. Viðbrögð brjóstagjafaráðgjafans voru „vá, hann var ekki bara svangur heldur var hann að svelta.”

Við héldum uppteknum hætti og drengurinn minn óx og dafnaði en mjólkurframleiðslan mín jókst lítið og hann var ekki ánægður á brjóstinu. Það versnaði síðan bara og á endanum kom í ljós að hann var með bakflæði. Ég fékk lyf fyrir hann við því og hætti sjálf að borða mjólkurvörur. Í sex vikna skoðuninni var ég búin á því. Ég var að pumpa mig á tveggja klukkutíma fresti, allan sólarhringinn, var orðin hugsjúk af áhyggjum og við það að brotna.

Á þeim tímapunkti hringdi mamma mín í mig og sagði einfaldlega „sonur þinn þarf miklu frekar á þér að halda en brjóstamjólk.” Ég ákvað því að fara til læknis og ráðfæra mig við hann um að hætta brjóstagjöfinni alfarið. Ég hafði áhyggjur og var full af skömm en svar hans var þetta:

Þú hefur reynt allt til að láta brjóstagjöfina virka og það er í góðu lagi að þú hættir og haldir þig við þurrmjólkina.

Ég grét þegar ég heyrði þetta því mér fannst svo mikilvægt að fá staðfestingu og réttlætingu á ákvörðun minni. Í tveggja mánaða skoðuninni hafði sonur minn tvöfaldað fæðingarþyngd sína og í sex mánaða skoðuninni var hann kominn á réttan stað í kúrfunni og blómstraði sem aldrei fyrr.

Ég hef upplifað ómælda skömm og vanlíðan og það krafðist mikils hugrekkis af minni hálfu að deila þessari sögu. Að sama skapi er ég svo óendanlega þakklát fyrir að barnið mitt skuli dafna vel og vil koma þeim skilaboðum áleiðis til annarra foreldra að það er ekki eðlilegt að barnið þingist ekki og ekki hlusta á orð „sérfræðinga” um að það sé eðlilegur hluti af brjóstagjöf.”

Mandy

– – –

Langar þig að deila þinni sögu?

Sendu okkur póst á netfangið: thora@foreldrahandbokin.is

X