Loading

„NAUÐSYNLEGASTA NÁMSKEIÐIД

Mörg eru þau námskeið sem í boði eru á meðgöngu og fyrir verðandi foreldra. Flest eru þau ákaflega gagnlegt en við megum til með að benda verðandi foreldrum á sérstök meðgöngunuddnámskeið sem haldin eru í 9 mánuðum. Geta þau lagað ýmsa kvilla, bætt líðan hinnar verðandi móður og gert makann að verkjastillandi stoðkerfasnení (sem er ekki vottuð starfsgrein en ákaflega nauðsynleg).

Nýbökuð móðir hafði þetta um námskeiðið að segja:

„Nýverið eignaðist ég mitt fyrsta barn og… eins og flestir þekkja líklega eru umræður fljótar að snúast að meðgöngu, barneignum, svefnvenjum og uppeldi. Ég man nefnilega ennþá frekar vel hvað umræðurnar geta orðið yfirþyrmandi þegar það er nógu erfitt að muna allt hitt sem fylgir meðgöngunni og átta sig á lífsbreytingunni sem er byrjuð. Þó er eitt sem ég nefni alltaf við verðandi foreldra: Farið á námskeið í meðgöngunuddi.
Við fórum á nuddnámskeið hjá Fríðu í 9 mánuðum þegar meðgangan var u.þ.b. hálfnuð. Á námskeiðinu lærðum við ákveðnar grunnstrokur í nuddi og æfðum þær fyrir helstu álagssvæði á meðgöngu. Námskeiðið var þannig nógu einfalt til þess að það væri notað á komandi mánuðum en um leið nógu tæmandi til þess að virka gegn bjúg, þreytu í fótum og verkjum í mjóbaki eða herðum.
Námskeiðið var þannig að verðandi móðir mætir ásamt fæðingarfélaga sem getur verið hver sem er, t.d. faðir barnsins, hin móðir barnsins, núverandi maki eða hver svosem ætlar að vera móðurinni til staðar á næstunni. Það byrjar á stuttum bóklegum inngangi en meginuppistaðan er verkleg kennsla. Hópurinn var hæfilega stór, sem gerði af verkum að allir fengu nægan tíma til æfinga og Fríða gekk á milli og aðstoðaði og leiðbeindi.
Í fæðingunni sjálfri fól nuddið í sér verkjastillandi meðferð og gerði í raun kraftaverk, sérstaklega í fyrstu hríðum.
Við fórum á mörg námskeið, keyptum margar bækur og fengum ótal ráð frá vinum, vandamönnum, ókunnugum og herra interneti á meðgöngunni. Meðgöngunuddnámskeiðið var það sem nýttist að mínu mati langsamlega best og nýtist enn eftir fæðingu. Svo vel að ég mæli með þessu fyrir alla sem eiga von á barni. Fyrir utan það sem stendur hér að ofan gerði nuddið það að verkum að meðgangan og það sem henni fylgir deildist, að einhverju leyti, á tvo. Sömuleiðis gaf það okkur samverustund og snertingu sem eftir á að hyggja var ómetanleg.“

Um námskeiðið:

Lærðu að nudda barnshafandi konu þína!/Nudd fyrir verðandi mæður.
Á heilsumiðstöðinni 9 mánuðir sem staðsett er í Kópavoginum eru haldin nuddnámskeið fyrir maka verðandi móður. Þetta eru námskeið þar sem mökum eða fæðingarfélögum er kennt að nudda móðurina á meðgöngu og í fæðingu. Parið kemur saman á notalegt og fróðlegt einnar kvöldstundar námskeið sem er haldið annan og fjórða hvern þriðjudag í hverjum mánuði.

Markmið með námskeiðinu eru:

Að makar eða fæðingarfélaginn geti tekið virkari þátt í meðgöngu- og fæðingarferlinu.
Að kenna mökum nuddaðferðir til að:

  • Minnka verki, krampa og stífleika í vöðvum.
  • Auka blóð- og sogæðaflæði til að minnka bjúg og þreytu í vöðvum.
  • Örva hríðar og verkjastilla í fæðingu með svæðanudds- og þrýstipunktanuddi, auk baknuddi og þrýsting.
  • Að auka sjálfstraust maka til að vinna á meðgöngutengdum stoðkerfisverkjum.
  • Að gera maka öruggari með að veita aðstoð í fæðingu þar sem þar sem þeir geta veitt konu sinni verkjastillingu með nuddi og þrýsting á bak, og punkta á fótum og höndum.
  • Þar fyrir utan hefur verið sýnt fram á að nudd á meðgöngu veitt af mökum stuðli að:
  • Bættu sambandi milli aðila.
  • Bættum svefn mæðra.
  • Minni líkum á meðgönguþunglyndi og fæðingarþunglyndi.
  • Minni líkum á fyrirburafæðingu

Einnig eru veittar á námskeiðinu ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir meðgöngu og fæðingu, þ.á.m. talað náttúrulega verkjastillingar, stöður og stellingar í fæðingu.

Kennari er Fríða Nicholls Hauksdóttir, osteópati*, doulunemi, og kennari á heilsunuddbraut í Fjölbraut við Ármúla.
Sími: 8462392
Netfang: frida@9manudir.is
Námskeiðið er haldið annan og fjórða hvern þriðjudag í mánuði með fyrirvara um næga þátttöku.
Þátttaka á námskeiðinu kostar 7000 kr. fyrir parið
Við pantanir vinsamlega takið fram meðgöngulengd og hvaða dagsetning hentar ykkur best.
Frekari upplýsingar er að finna inn á heimasíðu 9 mánaða. http://9manudir.is/nuddnamskeid-f-maka
* Osteópatía er löggild heilbrigðisstétt þar sem unnið er verkjavandamál frá stoðkerfi.

X