Loading

Neitaði að mynda fæðinguna – sagði að keisari væri ekki fæðing

Móðir nokkur deildi á samfélagsmiðlum samskiptum sínum við ljósmyndarann sem ætlaði að taka myndir af fæðingunni. Þar neitar fæðingarljósmyndarinn að taka myndir af fæðingunni á þeim forsendum að að keisari væri ekki fæðing „heldur skurðaðgerð þar sem barnið er fjarlægt úr líkama móðurinnar.”
Til að toppa það var tónninn fremur yfirlætislegur og bætti hún við:

„Móðurhlutverkið er erfitt. Ef ég væri þú myndi ég hugsa mig tvisvar um áður en ég ákvæði að hefja það á því að velja auðveldu leiðina.”

Við erum eiginlega orðlaus… þið megið ræða þetta. Sjálf hef ég bæði fætt og farið í keisara. Báðar voru þetta fæðingar, þó ólíkar væru og það skal ekki nokkur maður halda því fram við mig að sonur minn hafi ekki „fæðst” heldur verið fjarlægður með skurðaðgerð!

X